Við viljum að fólki á öllum aldri finnist gaman að koma í Bauluna. Þess vegna leggjum við hjarta okkar og sál í að veita lifandi og skemmtilega þjónustu og töfra fram hágæðamat úr hágæðahráefni.

Hjartað í matseðli Baulunnar eru Pizzur, Hamborgarar, Djúpsteiktur fiskur, Samlokur, Lambakóttilettur og Schnitzel. Þar er líka að finna frábærar pylsur og kaldar ferskar samlokur. Hamborgarakjötið okkar er úr hæsta gæðaflokki og er sent ferskt í Bauluna. Brauðið sérstaklega gott og allar sósurnar okkar eru mjög góðar og alltaf ferskar.

Hamborgari er nefnilega ekki það sama og hamborgari. Í Baulunni meðhöndlum við hamborgarann eins og stórsteik. Af þeirri virðingu sem hann á skilið.

Baulan er í Borgarfirði og allir sem eiga leið hjá ættu ekki að láta Bauluna fram hjá sér fara. Börn eru sérstaklega velkomin og höfum við upp á að bjóða mjög stóran afgirtan útileikvöll og erum við einnig með barnamatseðil. Verslun okkar er hin glæsilegasta og höfum við allar helstu matvöru til sölu má þar nefna mjólk, skyr, hreinlætisvörur svo eitthvað sé nefnt svo má ekki gleyma nýbökuðu bakkelsi. Í Baulunni erum við með bensín, dísel og mikið úrval af olíum og öðrum bílavörum.

Baulan er mikill þjónustuaðili atvinnubílstjóra og höfum við góða aðstöðu fyrir þá í olíuvörum sem og matseld. Við erum með hraðdælu sem gerir það að verkum að ekki þarf að taka langan tíma að fylla heilan tank á stórum bíl.

Baulan Borgarfirði býður alla hjartanlega velkomna.